Vönduð viðargólf frá Wilbergs

https://media.licdn.com/dms/image/C4D0BAQFAyJI_3DlCYQ/company-logo_200_200/0?e=2159024400&v=beta&t=U_WezerCPprAwK8ffFkU4jcATZt0WfZPOvNFcihcVmM

Við erum stolt af að framleiða eina stærstu parketplanka sem framleiddir eru í Evrópu.

Viðargólfin okkar eru framleidd með 4-6 mm slitlagi úr eik eða aski og með 12-22 mm vatnsheldum birkikrossviðsbotni, sem gerir þau sérlega sterk og endingargóð. Viðargólfin frá okkur þola vel gólfhita. Plankarnir eru afhentir í lengdum frá 1400-2900 mm en við getum einnig sérpantað þá í föstum lengdum allt að 4 metrum ef þarf. Þú getur komið í verslunina okkar í Síðumúla 28 og skoðað í ró og næði í hvaða lengdum parketið þitt á að vera. Viðarplankarna er hægt að fá ómeðhöndlaða hé frá lager eða litaða og lakkaða beint frá verksmiðju, slíkt sparar vinnu hér heima.

Allt efni til meðhöndlunar og viðhalds viðargólfa færðu hjá okkur í Parketverksmiðjunni í Síðumúla 28.

Algengustu breiddir af planka parketi: 100mm, 140mm, 190mm, 250,mm og 300mm. Hægt er að sérpanta aðrar stærðir.

Með því að framleiða parketið sjálfir og flytja það inn milliliðalaust 
getum við boðið hágæða Viðargólf á hagstæðu verði.

Hjá okkur færðu áratuga reynslu.

Við höfum unnið við parket í áratugi. Hér eru nokkrar myndir af ýmsum gólfum sem við höfum
komið að í gegnum tíðina og við erum stolt af að sýna hér.