Hljóðdúkur með rakavörn

Þegar lagt er fljótandi viðargólf er oft nauðsynlegt að setja hljóðdúk undir gólfið til að koma í veg fyrir að hljóð berist mikið milli hæða. Hljóðdúkurinn sem Parketverksmiðjan er með er með innbyggðri rakavörn og gefur því gott öryggi þegar lögð eru niður dýr viðargólf. Dúkur gefur allt að 20db hljóðeinangrun og minkar högghljóð milli hæða um allt að 30%

Nauðsynlegt er að kaupa sérstakt límband með dúknum til þess að líma saman á samskeytum.

  • Magn á rúllu 5,5 m2
  • Lengd 5,5 m
  • Breidd 1m
  • þykkt 2,8mm