Húsaframleiðsla

Húsaframleiðsla Wilbergs er í vel útbúnum verksmiðjum fyrirtækisins í Jonava í Litháen. Öll framleiðsla er gerð í samvinnu við kaupendur og hönnuði í því landi sem húsið á að fara til. Þá er þess gætt að uppfylla allar kröfur og reglugerðir í viðkomandi landi. Verkfræðingar og arkitektar Wilbergs aðstoða hönnuði hér heima við að koma framleiðslunni heim og saman við hönnunina og kröfur sem gerðar eru til húsa hér á landi. Allt efni sem notað er við framleiðsluna er CE merkt, og timbrið er sérþurkað og þykktarheflað til þess að tryggja gæði og nákvæmni í framleiðslu. Engin vara fer út út verksmiðju nema hún sé yfirfarin og samþykkt af gæðaeftirliti Wilbergs.