Pallaefni

Pallaefni og utanhússklæðningar úr Síberíulerki

Lerki er afbragðs efni í palla og utanhússklæðningar

Lerki hefur innbyggða fúavörn og þarf því ekki að bera á það viðarvörn, það er ekki fúavarið með eiturefnum eins og hefðbundin pallaefni. Lerki verður svo fallega grátt með tímanum ef ekkert er borið á það. Athugaðu að lerki er til í misjöfnum gæðum, við hjá Parketverksmiðjunni ehf. leggjum okkur fram um að bjóða eingöngu úrvals Síberíulerki í gæðaflokki A/B. Hægt er að fá allskyns stærðir af lerki hjá okkur en það sem við eigum á lager er  pallaefni sem er 27 mm x 143 mm og 4ra metra langt bæði rílað og sléttheflað. Útanhússklæðningar er ennig hægt að fá í furu og greni.