Wilbergs einingahús

Gæði og gott útlit

Wilbergs hefur um langt árabil framleitt og selt einingahús, fyrst og fremst til Noregs og Íslands  en einnig til hinna norðurlandanna. Öll hönnun, efnisval og uppsetning er miðuð við aðstæður og kröfur í því landi sem húsið er sett upp í. Þannig uppfylla öll hús sem seld eru til íslands íslenska byggingareglugerð og gott betur. Wilbergs framleiðir einnig mjög vönduð modulhús sem eru fljótleg í uppsetningu og geta verið mjög hentug þegar byggingahraði skiptir máli. Öll hönnun og frágangur á modulhúsum gengur út frá að ekki sé sjáanlegur munur á þeim húsum og einingahúsum eða staðbyggðum húsum.

Eigin framleiðsla

43594438_1153955871424000_2033758501754372096_o[1]
parketplankar_eigin_framleidsla

Eigin framleiðsla beint frá verksmiðju !

Með því að framleiða húsin sjálfir og flytja þau inn milliliðalaust getum við boðið hágæða hús á samkeppnishæfu verði. Þannig getum við tryggt að ávalt sé farið að öllum kröfum og stöðlum sem hér gilda.

https://media.licdn.com/dms/image/C4D0BAQFAyJI_3DlCYQ/company-logo_200_200/0?e=2159024400&v=beta&t=U_WezerCPprAwK8ffFkU4jcATZt0WfZPOvNFcihcVmM

Módulhús framleidd fyrir fyrirtækið My Cube í Noregi. Þessi hús eru staðsett í Nannestad rétt við flugstöðina á Gardermoen. Þarna er um að ræða 10 4ra íbúða módulhús alls 40 íbúðir. Verkið gengur vel og sala á íbúðum er komin í fullan gang hjá þeim.

Frigg er fallegt hús sem hægt er að fá í tveimur stærðum 108,26m2 og 124,63m2 húsið hefur verið selt bæði í Noregi og á Íslandi.

Parketverksmiðjan og Wilbergs hafa selt og afhent fjölda sumarhúsa til íslands hér má sjá myndir af einhverjum þeirra.

Wilbergs hefur selt og afhent mikinn fjölda af íbúðar- og sumarhúsum til Noregs og Svíþóðar. Rekstraraðilar stærri sumarhúsasvæða í Noregi kaupa sífellt fleiri hús enda þykja þau vönduð og fallega smíðuð.

Myndagallerí