Vönduð viðargólf frá Wilbergs

utan a¦ü

https://media.licdn.com/dms/image/C4D0BAQFAyJI_3DlCYQ/company-logo_200_200/0?e=2159024400&v=beta&t=U_WezerCPprAwK8ffFkU4jcATZt0WfZPOvNFcihcVmM

Við erum stolt af að framleiða eina stærstu parketplanka sem framleiddir eru í Evrópu.

Viðargólfin okkar eru framleidd með 4-8 mm slitslagi úr eik eða aski og með 12-22 mm vatnsheldum birkikrossviðsbotni, sem gerir þá sérlega sterka og endingargóða. Viðargólfin frá okkur þola vel gólfhita. Plankana er hægt að fá afhenta í lengdum frá 1400-2900 mm en við getum einnig sérpantað þá í lengdum allt að 4 metrum. Þú getur komið í verslunina okkar í Síðumúla 31 og skoðað í ró og næði í hvaða lengdum parketið þitt á að vera. Parketplankarnir eru afhentir ómeðhöndlaðir.

Allt efni til meðhöndlunar og viðhalds viðargólfa færðu hjá okkur í Parketverksmiðjunni í Síðumúla 31.

Algengustu breiddir af planka parketi: 100mm, 140mm, 190mm, 250,mm og 300mm. Hægt er að sérpanta aðrar stærðir.

Með því að framleiða parketið sjálfir og flytja það inn milliliðalaust 
getum við boðið hágæða Viðargólf á hagstæðu verði.

Hjá okkur færðu áratuga reynslu.

Við höfum unnið við parket í áratugi. Hér eru nokkrar myndir af ýmsum gólfum sem við höfum
komið að í gegnum tíðina og við erum stolt af að sýna hér.