Framleiðsla

Boxen baðherbergi eru modul einingar framleiddar í verksmiðjum Wilbergs í Litháen fyrir norska fyrirtækið Trivselbo Bad as undir vörumerkinu Boxen.  Framleiðslan er vottuð af norska vottunarfyrirtækinu Sintef,  en sú vottun er forsenda þess að selja megi slíkar einingar í Noregi. Norskar kröfur fyrir svona vörur eru einhverjar þær ströngustu sem þekkjast, og eru vörur sem hafa slíka vottun fullgildar á íslenskum markaði.

Trivselbo Bad as er í 100% eigu Wilbergs í Litháen og því getur Wilbergs selt baðherbergin til Íslands beint frá verksmiðju Wilbergs í Litháen.

Uppbyggingin á Baðherberginu er þannig að ramminn er úr 2mm þykkum stálprófílum sem eru soðnir saman. Stálplata er í botninum og steypt er með sértyrktri trefjasteypu ofan á hana. Stálplötur er settar á þá staði í veggjum sem innréttingar koma til þess að tryggja festu. Veggirnir eru klæddir með 18mm þykku trefjagifsi undir kvoðu og síðan flísar. Baðherbergin eru útbúin með GROHE tækjum og raflagnaefni frá Noregi.

Öll Baðherbergi eru þrýstiprófuð, yfirfarin og úttekin af fagaðilum áður en þau yfirgefa verksmiðjuna, þetta tryggir að ekki fer gölluð vara frá verksmiðjunni.

Stærðir og lögun á modulum og útlit innréttinga er svo valið eftir óskum og þörfum viðskiptavinar.

Ramminn sem baðherbergið er gert úr er úr 2mm stálprófílum og vinklum. Efnið er soðið saman sem gerir baðherbergin bæði sterk og stabíl sem kemur í veg fyrir aflögun og skemdir í flutningi.

Göt í gegn um stoðir fyrir vatnslagnir eru fóðraðar með hertum stálrörum þannig að ekki sé borað í gegn um þær við uppsetningu og frágang á byggingastað.

Gólfin í baðherbergjunum eru steypt með sérstyrktri trefjasteypu til þess að gera þau sem þynnst, en þau eru um 7cm. með flísalögn. Hægt er að velja að hafa gólfhita í baðherberjunum og eru þá rörin lögð í steypuna.

Uppbygging veggjanna er þannig að innan á sterkbyggðan stálramman eru settar 18mm fíbergifsplötur (Fermacell) Þá er allt baðherbergið kvoðað með rakavörn undir flísalím og flísar.

Klosettkassar eru sérframleiddir fyrir baðherbergin frá Boxen. Þar er auk þess að hafa vatnsgeymir fyrir klósett, komið fyrir tengingum inn á baðherbergið og einnig er hægt í stærri gerðum að skápum að koma fyrir stýribúnaði fyrir gólfhita í allri íbúðinni.

Baðherbergin eru afhent með öllum tækjum og innréttingum að vali viðskiptavinar. Baðherbergin eru algerlega frágengin og tilbúin til notkunar að innan og engöngu eftir að tengja þau við vatn, frárennsli og rafmagn, sem er mjög einfalt og fljótlegt. 

Hægt er að fá stillanlega fætur á baðherbergin til þess að auðvelda uppsetningu og hæðarstillingu á byggingastað.