Framleiðsla

Boxen baðherbergi eru modul einingar framleiddar í verksmiðjum Wilbergs í Litháen fyrir norska fyrirtækið Trivselbo Bad as undir vörumerkinu Boxen.  Framleiðslan er vottuð af norska vottunarfyrirtækinu Sintef,  en sú vottun er forsenda þess að selja megi slíkar einingar í Noregi. Norskar kröfur fyrir svona vörur eru einhverjar þær ströngustu sem þekkjast, og eru vörur sem hafa slíka vottun fullgildar á íslenskum markaði.

Trivselbo Bad as er í 100% eigu Wilbergs í Litháen og því getur Wilbergs selt baðherbergin til Íslands beint frá verksmiðju Wilbergs í Litháen.

Uppbyggingin á Baðherberginu er þannig að ramminn er úr 2mm þykkum stálprófílum sem eru soðnir saman. Stálplata er í botninum og steypt er með sértyrktri trefjasteypu ofan á hana. Stálplötur er settar á þá staði í veggjum sem innréttingar koma til þess að tryggja festu. Veggirnir eru klæddir með 18mm þykku trefjagifsi undir kvoðu og síðan flísar. Baðherbergin eru útbúin með GROHE tækjum og raflagnaefni er frá Noregi.

Öll Baðherbergi eru þrýstiprófuð, yfirfarin og úttekin af fagaðilum áður en þau yfirgefa verksmiðjuna, þetta tryggir að ekki fer gölluð vara frá verksmiðjunni.

Stærðir og lögun á modulum og útlit innréttinga er sveigjanlegt og svo valið eftir óskum og þörfum viðskiptavinar.