Um Okkur

Hverra manna erum við

Wilbergs UAB
www.wilbergs.com

UAB Quercus Juventatis var stofnað árið 2002 í Litháen, seinnameir var ákveðið að breyta nafninu í Wilbergs UAB, í dag starfa hjá félaginu 240 manns í Liháen og Noregi. Félagið er í eigu Íslendinga að mestu en einnig lykilstarfsmanna frá Litháen. Megin starfsemi félagsins er framleiðsla á eininga- og modulhúsum, tilbúnum baðherbergiseiningum, gegnheilu parketi, krossviðarlímdum parketplönkum og sérsmíðuðum húsum. Við framleiðum eina lengstu og breiðust parketplanka sem framleiddir eru í Evrópu. Fyrirtæki okkar skilgreinir sig sem Skandinavískt fyrirtæki með höfuðáherslu á Skandinavíska markaðinn enda er meginhluti framleiðslunnar seldur í Skandinavíu auk Þýskalands, Tyrklands og Íslands.

Parketverksmiðjan ehf.   Síðumúla 31

Til þess að þjónusta íslenska parketmarkaðinn var ákveðið að opna sýningar og söluaðstöðu á Íslandi. Þannig getum við þjónað viðskiptavinum okkar betur auk þess að geta boðið betra verð milliliðalaust beint frá verksmiðju okkar.

Helstu vörur

Great Grandplank – Okkar eigin framleiðsla
Við erum stolt af að framleiða eina stærstu parketplanka sem framleiddir eru í Evrópu.

Um er að ræða 6-8 mm slitslag með 15-22 mm vatnsheldum birkikrossviðsbotni sem gerir þá sérlega sterka og endingargóða. Plankana er hægt að fá afhenta í lengdum frá 1400-2900 mm en við getum einnig sérpantað þá í lengdum upp allt að 4 metrum. Þú getur komið í verslunina okkar í Síðumúla 31 og skoðað í ró og næði í hvaða lengdum parketið þitt á að vera. Parketplankarnir eru afhentir ómeðhöndlaðir.

Classic stafaparket

Við munum leggja áherslu á gamla góða klassíska stafaparketið sem má leggja á ótal vegu og fer aldrei úr tísku. 

Veggplankar. 
Við bjóðum nú einnig í fyrsta skipti á Ísland veggplanka. Eikar veggplankar eru nýjasta “trendið” í innanhúshönnun.

Wilbergs ehf

www.wilbergs.com

Wilbergs ehf er í eigu sömu aðila og heldur utan um sölu og uppsetningu á einingahúsunum okkar á Íslandi auk þess að bjóða upp á úti og innipanil, lerki og jatoba pallaefni ásamt ýmsum öðrum byggingarvörum. Sýningaraðstaða og söluskrifstofa Wilbergs ehf er einnig að Síðumúla 31, Reykjavík.

Parketverksmiðjan ehf

Síðumúla 31, IS 108 Reykjavík
Kt. 421009-1390
Vsk nr: 102800

 

Við tryggjum gæðaparket á lægra verði

Eigin framleiðsla beint frá verksmiðju

Eigendur eru

  • img08

    Orri Vilbergsson

    [email protected]

    Parketmaður, annar af stofnendum Parkets hf og UAB Quercus Juventatis. Orri er aðaleigandi Wilbergs UAB og tengdra félaga.